Villibráð
Haustið er tími villibráðinnar. Á haustin bjóðum við upp á sérvalda smárétti og samsettan villibráðarseðil fyrir hópinn þinn til að deila sem gerir þessa villtu matarupplifun einstaka. Villibráðinni er gert hátt undir höfði í höndum meistarakokka Luxveitinga svo þú fáir að njóta alls þess besta sem íslensk náttúra hefur uppá að bjóða.