Leyfðu reynslu okkar að taka hugmyndina þína á næsta stig. Við hjá Lux veitingum bjóðum faglega þjónustu og aðstoðum þig við að fullvinna hugmyndina þína. Við hjálpum þér að skilgreina vöruna þína og þróa hvert smáatriði sem skiptir máli við að skapa einstaka upplifun fyrir þína viðskiptavini.
Fagleg ljósmyndun á matvælum getur hjálpað þér að markaðssetja vöruna þína, auka sölu sem og bæta ímynd fyrirtækisins. Við höfum ára langa reynslu af stíliseringu og ljósmyndun matvæla sem við útfærum með þema þíns fyrirtækis að leiðarljósi.
Matseðillinn er það sem upphaflega laðar að viðskiptavini og vel hannaður matseðill leikur við skilningarvit viðskiptavina, fær þá til að vilja setjast inn og njóta veitinga. Við búum yfir áralangri reynslu af hönnun og uppsetningu á matseðlum sem undirstrika andrúmsloft og þema staðarins.