Viðburðir

  • /pages/brudkaup

Treystu því að stóri dagurinn verði fullkominn. Við þekkjum álagið sem fylgir því að undirbúa stóra daginn, leyfðu okkur að taka af þér stressið og láttu okkur sjá um að setja saman matseðil sem hentar þinni veislu.

Við hjá Lux veitingum höfum ára langa reynslu og leggjum okkur fram við að skapa hinn fullkomna mat í brúðkaupinu þínu. Við störfum náið með verðandi brúðhjónum og hlustum á ykkar þarfir til að gera daginn fullkominn.

MATSEÐLAR

  • /pages/arshatid

Sama hvert tilefnið er leyfðu okkur að töfra fram fullkomna matar veislu fyrir starfsfólkið þitt. Hver veisla er sérhönnuð að þörfum hvers fyrirtækis sem tryggir einstaka matarupplifun.

Við höfum sérhæft okkur í smáréttum og hafa forrétta vagnarnir okkar skapað skemmtilega stemningu í upphafi kvölds sem líkur svo með ógleymanlegri veislu þar sem ýmist er þjónað til borðs eða við hönnum saman óvissuferð fyrir bragðlaukana með smárétta hlaðborði þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Gefðu starfsfólkinu þínu ógleymanlegt kvöld með meistaralega framreiddum kvöldverði og framúrskarandi þjónustu.

MATSEÐLAR

  • /pages/einkasamkvaemi

Ert þú að ferma?

Leyfðu okkur að gera daginn enn eftirminnilegri með veislu sem innsiglar þennan merka áfanga í lífi hvers unglings hvort sem um er að ræða í heimahúsi eða sal.

Við hjá Lux veitingum vitum að það er fátt persónulegra en að njóta hágæða veitinga og þjónustu með þínum nánustu inni á þínu eigin heimili.

Leyfðu okkur að sjá um veitingarnar á meðan þú nýtur þess að slappa af með gestunum þínum. Þú getur valið einn af okkar tilbúnu veislu seðlum eða hannað þína eigin veislu sem við framkvæmum í eldhúsinu þínu. Leyfðu margra ára reynslu okkar í eldhúsinu að dekra við þig og gestina þína.

MATSEÐLAR